Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:00 Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira