Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:00 Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira