Jón Heiðar Guðjónsson hjá Ferðaþjónustunni Reykjanesi við Ísafjarðardjúp sendi bæjarstjórn Ísafjarðar bréf vegna nýtingar á jarðhitaréttindum og nýlegs úrskurðar þess efnis.
„Nú er svo komið að Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. hefur ekki lengur leyfi til notkunar á heitu vatni og á því engan annan kost en að hætta rekstri,“ segir í bréfinu.
Í október á síðasta ári veitti Orkustofnun Ferðaþjónustunni Reykjanesi leyfi til jarðhitanýtingar í Reykjanesi. Orkubú Vestfjarða, sem telur sig eiga réttindin á grundvelli afsals frá árinu 1978, og Ísafjarðarbær, sem á lóðina, kærðu málið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi í september síðastliðnum.
Í bréfinu segir að sundlaugin á staðnum sé hituð með sjálfrennandi heitu vatni sem annars rynni ónýtt til sjávar. Hingað til hefur ekkert verið greitt fyrir heita vatnið en að mati Ferðaþjónustunnar, sem stofnuð var árið 1997, væri reksturinn óhugsandi ef greiða þyrfti fyrir það.
Þá er kvartað yfir því að sveitarfélagið hafi ekki svarað eftir að úrskurðurinn féll. „Okkur hefur ekki tekist að ná sambandi við bæjarstjórann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir með símhringingum, skilaboðum og tölvupóstum.“ Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðar á mánudag og verður Jóni Heiðari boðið að mæta fund ráðsins.
Segjast þurfa að hætta rekstri
Kristinn Haukur Guðnason skrifar

Mest lesið

Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör
Viðskipti innlent

Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði
Viðskipti innlent



„Við erum alls ekki í nokkru stríði“
Viðskipti innlent


Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent


Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
