Mjög góð tilfinning að gera þetta rétt Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 13. nóvember 2019 08:30 Hjónin Finnur og Þórdís byggðu sér vistvænt heimili í Garðabæ. Þau segja að það hafi ekki verið dýrara eða tímafrekara en að byggja hefðbundið hús og mæla með því. Þau segja mikilvægt að nýta umhverfisvæn byggingarefni, líka þegar það er verið að gera upp íbúðir og hús. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hjónin Finnur Sveinsson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hafði dreymt um að byggja vistvænt hús í 15 ár áður en þau létu drauminn rætast. Það voru ýmsar ástæður fyrir því að þau drifu sig af stað en vonin var að verkefnið breytti byggingariðnaði til hins betra „Ég hef unnið í umhverfismálum, fyrst og fremst sem ráðgjafi, í 25 ár og ég vildi „walk the talk“ og gera það sem ég ráðlagði öðrum,“ segir Finnur. „Byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 40-50% af allri losun á koltvísýringi í heimi svo að umhverfisáhrif húsa eru mjög mikil. Oft eru þau líka byggð með ýmsum skaðlegum efnum. Þegar við réðumst í þetta árið 2015 var sprenging í byggingariðnaði á Íslandi og hús standa vonandi í um 80 ár, þannig að við þurfum að vera búin að leysa öll umhverfisvandamálin sem við erum að glíma við áður en þau fara. Samt erum við að byggja vandamálið inn í húsin,“ segja Finnur og Þórdís. „Við vildum sýna að það væri hægt að fara aðra leið. Við ákváðum að taka þetta alla leið og byggja Svansvottað hús og hafa það flott hönnunarhús til að sýna að umhverfis-eitthvað sé ekki hallærislegt, heldur flott,“ segja hjónin. „Við vildum sýna að það væri hægt að byggja fallegt og umhverfisvænt gæðahús. Einnig vildum við sýna arkitektum, verkfræðingum og söluaðilum og birgjum byggingarefnis hvað felst í þessu og sjá til þess að þeir geti byggt svona í framtíðinni,“ segja hjónin. „Því reyndum við að vera strategísk þegar við völdum okkur samstarfsaðila. Við leituðum að aðilum sem gætu þróað þessar aðferðir áfram.“Hjónin ákváðu að byggja flott hönnunarhús til að sýna að það sé hægt að byggja fallegt og umhverfisvænt gæðahús.Fengu mikla hjálp „Þegar við höfðum ákveðið að ráðast í verkefnið töluðum við við hvern aðilann á fætur öðrum til að fá hjálp. Við fengum ýmsa ólíka fagaðila til að vinna með okkur að hönnun og byggingu hússins, því við kunnum ekki að byggja hús, en ég hjálpaði við umhverfisþáttinn,“ segir Finnur. „Ég sá til þess að allt byggingarefnið sem var notað væri samþykkt af Svaninum, þó að það væri ekki Svansvottað, en það er mikill munur þar á. Það þýðir í grófum dráttum að byggingarefnið inniheldur engin efni sem eru talin geta verið skaðleg fólki. Við náðum góðu samstarfi við fagaðilana og ég lærði um byggingariðnað af þeim og þau lærðu um umhverfismál á móti. Ég fór svo og heimsótti Svaninn í Gautaborg og útskýrði fyrir þeim hvað ég vildi gera, ásamt því að tala við vottara hér á landi,“ segir Finnur. „Ég kynnti mér líka reynslusögur af byggingu svona húsa í bæði Gautaborg og Stokkhólmi.“Ótti við hið óþekkta „Á meðan hönnun og bygging hússins fór fram var ég með skrifstofuaðstöðu í húsakynnum fyrirtækjanna sem sáu um það fyrir mig til að við gætum rætt öll álitamál um leið og þau komu upp,“ segir Finnur. „Það þurfti að halda þétt utan um þetta svona í fyrsta sinn til að allt gengi að óskum. Síðan þá hef ég farið í gegnum þetta ferli með öðrum og þá var það mun auðveldara. Ég er kominn með ansi góð tök á þessu núna.Finnur segir að það hafi tekið tíma að brjóta niður fordóma fagaðila gagnvart því að byggja hús á þennan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIÞegar ég talaði við þá sem komu að þessu með mér fannst mér áberandi að þau væru hrædd við umhverfismálin. Þetta var ekki flókið mál en þessir aðilar voru hræddir við hið óþekkta og höfðu þess vegna ekki lagt í þetta,“ segir Finnur. „Flækjustigið var alls ekki mikið en það tók tíma að brjóta niður fordóma gagnvart því að byggja hús á þennan hátt.“Ekki dýrara eða tímafrekara Byggingarferlið var ekki mjög langt. Hugmyndin vaknaði vorið 2015, það var byrjað að steypa í september 2016 og Finnur og Þórdís fluttu inn í nóvember 2017. „Byggingarkostnaðurinn við húsið var um 500 þúsund krónur á fermetra, en þetta er hönnunarhús með ýmsar hönnunarlausnir, flókna álklæðningu og bogavegg, sem er dýrt að byggja,“ segja Finnur og Þórdís. „Efnin og vinnan er eiginlega ekkert dýrari en í hefðbundnu húsi og í sumum tilfellum var þetta ódýrara. Það var þrennt sem kostaði meira. Loftræstikerfið, sem endurnýtir hitann í húsinu og minnkar orkunotkun um 30-40%, var eitt. Kerfið kostaði tvær milljónir en sparar orku og gefur mun betra loft í húsið, svo ég lít á það sem gæðamál,“ segir Finnur. „Við gerðum líka loftþéttleikapróf sem kostaði 200 þúsund. Það er aftur gæðamál, við sofum betur í húsinu vitandi að það sé ekki hætta á rakaskemmdum. Síðast en ekki síst var það Svansvottunin sjálf, sem kostaði alls um 460 þúsund. Hún gefur verkefninu trúverðugleika. Þegar upp er staðið er aukakostnaðurinn um 2,5-3 milljónir króna, en það eru fyrst og fremst vegna gæðamála, sem þýðir betra hús,“ segja hjónin. Við völdum ýmsar lausnir til að forðast viðhald og höfum garðinn eins náttúrulegan og hægt er, þannig að það er ekkert auka viðhald,“ segja hjónin. „Það þarf að vísu að skipta um síu í loftræstikerfinu á um hálfs árs fresti.“Hjónin segja ótrúlega gott að búa í húsi þar sem þau vita í hjartanu að þau séu að gera rétt.Ýmsir kostir Finnur og Þórdís segja það hafa ýmsa kosti að búa í vistvænu húsi. „Okkur finnst ótrúlega gott að búa í húsi þar sem við vitum í hjartanu að við séum að gera rétt. Við vitum líka að það eru ekki nein skaðleg efni í húsinu, orkunotkunin er minni og kolefnisfótspor veggjanna okkar um 40% lægra en gengur og gerist,“ segja þau. „Það er góð tilfinning að gera rétt. Við myndum hiklaust ráðleggja öðrum að byggja vistvænt. Það þarf ekki endilega að fara alla leið í vottun. Bara það að velja byggingarefni sem mega fara í Svansvottað hús er stórt skref,“ segja hjónin. „Fólk ætti að ræða við birgja sína og reyna að tryggja að öll byggingarefnin séu umhverfisvæn. Þetta er allt til, það þarf bara að spyrja um þetta og vera meðvitaður. Það er mikilvægt að nýta þetta, líka þegar fólk er að gera upp herbergi,“ segja þau. „Með því að ganga á eftir þessu í verslunum kemst fólk í þetta og lætur markaðinn vita af eftirspurninni og þá bregðast byggingarvörufyrirtækin við. Við ákváðum að hafa allar upplýsingar um verkefnið okkar aðgengilegar á vefsíðunni visthus.?is,“ segja hjónin. „Þar er hægt að sjá hvaða byggingarefni við notuðum og hugrenningar okkar um vandamál sem komu upp, þannig að fólk getur séð hvaða vandamál við glímdum við og lausnirnar sem við fundum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hjónin Finnur Sveinsson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hafði dreymt um að byggja vistvænt hús í 15 ár áður en þau létu drauminn rætast. Það voru ýmsar ástæður fyrir því að þau drifu sig af stað en vonin var að verkefnið breytti byggingariðnaði til hins betra „Ég hef unnið í umhverfismálum, fyrst og fremst sem ráðgjafi, í 25 ár og ég vildi „walk the talk“ og gera það sem ég ráðlagði öðrum,“ segir Finnur. „Byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 40-50% af allri losun á koltvísýringi í heimi svo að umhverfisáhrif húsa eru mjög mikil. Oft eru þau líka byggð með ýmsum skaðlegum efnum. Þegar við réðumst í þetta árið 2015 var sprenging í byggingariðnaði á Íslandi og hús standa vonandi í um 80 ár, þannig að við þurfum að vera búin að leysa öll umhverfisvandamálin sem við erum að glíma við áður en þau fara. Samt erum við að byggja vandamálið inn í húsin,“ segja Finnur og Þórdís. „Við vildum sýna að það væri hægt að fara aðra leið. Við ákváðum að taka þetta alla leið og byggja Svansvottað hús og hafa það flott hönnunarhús til að sýna að umhverfis-eitthvað sé ekki hallærislegt, heldur flott,“ segja hjónin. „Við vildum sýna að það væri hægt að byggja fallegt og umhverfisvænt gæðahús. Einnig vildum við sýna arkitektum, verkfræðingum og söluaðilum og birgjum byggingarefnis hvað felst í þessu og sjá til þess að þeir geti byggt svona í framtíðinni,“ segja hjónin. „Því reyndum við að vera strategísk þegar við völdum okkur samstarfsaðila. Við leituðum að aðilum sem gætu þróað þessar aðferðir áfram.“Hjónin ákváðu að byggja flott hönnunarhús til að sýna að það sé hægt að byggja fallegt og umhverfisvænt gæðahús.Fengu mikla hjálp „Þegar við höfðum ákveðið að ráðast í verkefnið töluðum við við hvern aðilann á fætur öðrum til að fá hjálp. Við fengum ýmsa ólíka fagaðila til að vinna með okkur að hönnun og byggingu hússins, því við kunnum ekki að byggja hús, en ég hjálpaði við umhverfisþáttinn,“ segir Finnur. „Ég sá til þess að allt byggingarefnið sem var notað væri samþykkt af Svaninum, þó að það væri ekki Svansvottað, en það er mikill munur þar á. Það þýðir í grófum dráttum að byggingarefnið inniheldur engin efni sem eru talin geta verið skaðleg fólki. Við náðum góðu samstarfi við fagaðilana og ég lærði um byggingariðnað af þeim og þau lærðu um umhverfismál á móti. Ég fór svo og heimsótti Svaninn í Gautaborg og útskýrði fyrir þeim hvað ég vildi gera, ásamt því að tala við vottara hér á landi,“ segir Finnur. „Ég kynnti mér líka reynslusögur af byggingu svona húsa í bæði Gautaborg og Stokkhólmi.“Ótti við hið óþekkta „Á meðan hönnun og bygging hússins fór fram var ég með skrifstofuaðstöðu í húsakynnum fyrirtækjanna sem sáu um það fyrir mig til að við gætum rætt öll álitamál um leið og þau komu upp,“ segir Finnur. „Það þurfti að halda þétt utan um þetta svona í fyrsta sinn til að allt gengi að óskum. Síðan þá hef ég farið í gegnum þetta ferli með öðrum og þá var það mun auðveldara. Ég er kominn með ansi góð tök á þessu núna.Finnur segir að það hafi tekið tíma að brjóta niður fordóma fagaðila gagnvart því að byggja hús á þennan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIÞegar ég talaði við þá sem komu að þessu með mér fannst mér áberandi að þau væru hrædd við umhverfismálin. Þetta var ekki flókið mál en þessir aðilar voru hræddir við hið óþekkta og höfðu þess vegna ekki lagt í þetta,“ segir Finnur. „Flækjustigið var alls ekki mikið en það tók tíma að brjóta niður fordóma gagnvart því að byggja hús á þennan hátt.“Ekki dýrara eða tímafrekara Byggingarferlið var ekki mjög langt. Hugmyndin vaknaði vorið 2015, það var byrjað að steypa í september 2016 og Finnur og Þórdís fluttu inn í nóvember 2017. „Byggingarkostnaðurinn við húsið var um 500 þúsund krónur á fermetra, en þetta er hönnunarhús með ýmsar hönnunarlausnir, flókna álklæðningu og bogavegg, sem er dýrt að byggja,“ segja Finnur og Þórdís. „Efnin og vinnan er eiginlega ekkert dýrari en í hefðbundnu húsi og í sumum tilfellum var þetta ódýrara. Það var þrennt sem kostaði meira. Loftræstikerfið, sem endurnýtir hitann í húsinu og minnkar orkunotkun um 30-40%, var eitt. Kerfið kostaði tvær milljónir en sparar orku og gefur mun betra loft í húsið, svo ég lít á það sem gæðamál,“ segir Finnur. „Við gerðum líka loftþéttleikapróf sem kostaði 200 þúsund. Það er aftur gæðamál, við sofum betur í húsinu vitandi að það sé ekki hætta á rakaskemmdum. Síðast en ekki síst var það Svansvottunin sjálf, sem kostaði alls um 460 þúsund. Hún gefur verkefninu trúverðugleika. Þegar upp er staðið er aukakostnaðurinn um 2,5-3 milljónir króna, en það eru fyrst og fremst vegna gæðamála, sem þýðir betra hús,“ segja hjónin. Við völdum ýmsar lausnir til að forðast viðhald og höfum garðinn eins náttúrulegan og hægt er, þannig að það er ekkert auka viðhald,“ segja hjónin. „Það þarf að vísu að skipta um síu í loftræstikerfinu á um hálfs árs fresti.“Hjónin segja ótrúlega gott að búa í húsi þar sem þau vita í hjartanu að þau séu að gera rétt.Ýmsir kostir Finnur og Þórdís segja það hafa ýmsa kosti að búa í vistvænu húsi. „Okkur finnst ótrúlega gott að búa í húsi þar sem við vitum í hjartanu að við séum að gera rétt. Við vitum líka að það eru ekki nein skaðleg efni í húsinu, orkunotkunin er minni og kolefnisfótspor veggjanna okkar um 40% lægra en gengur og gerist,“ segja þau. „Það er góð tilfinning að gera rétt. Við myndum hiklaust ráðleggja öðrum að byggja vistvænt. Það þarf ekki endilega að fara alla leið í vottun. Bara það að velja byggingarefni sem mega fara í Svansvottað hús er stórt skref,“ segja hjónin. „Fólk ætti að ræða við birgja sína og reyna að tryggja að öll byggingarefnin séu umhverfisvæn. Þetta er allt til, það þarf bara að spyrja um þetta og vera meðvitaður. Það er mikilvægt að nýta þetta, líka þegar fólk er að gera upp herbergi,“ segja þau. „Með því að ganga á eftir þessu í verslunum kemst fólk í þetta og lætur markaðinn vita af eftirspurninni og þá bregðast byggingarvörufyrirtækin við. Við ákváðum að hafa allar upplýsingar um verkefnið okkar aðgengilegar á vefsíðunni visthus.?is,“ segja hjónin. „Þar er hægt að sjá hvaða byggingarefni við notuðum og hugrenningar okkar um vandamál sem komu upp, þannig að fólk getur séð hvaða vandamál við glímdum við og lausnirnar sem við fundum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira