Lognið á undan storminum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:05 Það verður bjart víðast hvar á landinu í dag og hægur vindur. Skjáskot/veðurstofa íslands Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings eru þessir tveir dagar kallaðir „lognið á undan storminum“ því strax á föstudag ganga skil yfir landið með suðaustan hvassviðri og rigningu. Fremur kalt loft er yfir landinu og víða frost, einkum inn til landsins. Reikna má með að frostið harðni í kvöld og nótt enda víða hægur vindur og léttskýjað og því mikil útgeislun. Þá ganga éljabakkar inn á land norðaustantil og verða jafnvel á stangli við norðvesturströndina einnig. „Í öðrum landshlutum verður bjartur og fallegur dagur. Svipað veðurútlit er fyrir fimmtudaginn en þó minnkandi éljagangur NA-lands. Segja má að þetta sé lognið á undan storminum því skil munu nálgast landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá kólnar aftur þegar skilin ganga yfir landið og búast má við skárra veðri strax á sunnudag. „Það hlánar með þessu en það getur tekið tíma fyrir vindinn að koma hreyfingu á kalda loftið og því ekki ólíklegt að úrkoman byrji sums staðar sem snjókoma eða slydda. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst V-til um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnar aftur í veðri. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit fyrir að veður skáni á sunnudag.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.Á föstudag:Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.Á laugardag:Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt. Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings eru þessir tveir dagar kallaðir „lognið á undan storminum“ því strax á föstudag ganga skil yfir landið með suðaustan hvassviðri og rigningu. Fremur kalt loft er yfir landinu og víða frost, einkum inn til landsins. Reikna má með að frostið harðni í kvöld og nótt enda víða hægur vindur og léttskýjað og því mikil útgeislun. Þá ganga éljabakkar inn á land norðaustantil og verða jafnvel á stangli við norðvesturströndina einnig. „Í öðrum landshlutum verður bjartur og fallegur dagur. Svipað veðurútlit er fyrir fimmtudaginn en þó minnkandi éljagangur NA-lands. Segja má að þetta sé lognið á undan storminum því skil munu nálgast landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá kólnar aftur þegar skilin ganga yfir landið og búast má við skárra veðri strax á sunnudag. „Það hlánar með þessu en það getur tekið tíma fyrir vindinn að koma hreyfingu á kalda loftið og því ekki ólíklegt að úrkoman byrji sums staðar sem snjókoma eða slydda. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst V-til um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnar aftur í veðri. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit fyrir að veður skáni á sunnudag.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.Á föstudag:Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.Á laugardag:Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt.
Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira