Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 12:12 Eldflaugum skotið frá Gasa. AP/Hatem Moussa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Ísrael Palestína Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata.
Ísrael Palestína Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira