Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 15:29 Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kveiks, milli þeirra Björns og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. „Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“ Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21