„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 10:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum að fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í dag. Ráðherra svaraði fullum hálsi. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland „spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi. Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða en Logi rifjaði jafnframt upp veru Íslands á gráum peningaþvættislista, Panamaskjölin og efnahagshrunið. „Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki í Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?“ spurði Logi.Bjarni Benedkiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hækkaði róminn þegar hann svaraði Loga.Vísir/VilhelmBjarni brást ókvæða við ummælum Loga. „Það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum, þessari lýsingu á landinu okkar og það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum,“ sagði Bjarni. Hann taki málið þó alvarlega og sagði standa til að láta viðeigandi stofnanir rannsaka málið til hlítar. Logi spurði einnig hvort Bjarni teldi eðlilegt að svo mikill auður geti safnast í hendur eins fyrirtækis sem geti síðan skapað bæði „orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki,“ líkt og Logi orðaði það. „Sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka, ákæra, dæma þar sem það á við,“ sagði Bjarni. „Ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með núna síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu,“ sagði Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland „spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi. Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða en Logi rifjaði jafnframt upp veru Íslands á gráum peningaþvættislista, Panamaskjölin og efnahagshrunið. „Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki í Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?“ spurði Logi.Bjarni Benedkiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hækkaði róminn þegar hann svaraði Loga.Vísir/VilhelmBjarni brást ókvæða við ummælum Loga. „Það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum, þessari lýsingu á landinu okkar og það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum,“ sagði Bjarni. Hann taki málið þó alvarlega og sagði standa til að láta viðeigandi stofnanir rannsaka málið til hlítar. Logi spurði einnig hvort Bjarni teldi eðlilegt að svo mikill auður geti safnast í hendur eins fyrirtækis sem geti síðan skapað bæði „orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki,“ líkt og Logi orðaði það. „Sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka, ákæra, dæma þar sem það á við,“ sagði Bjarni. „Ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með núna síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu,“ sagði Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira