Chris Pratt á Skálafellsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 12:30 Bandaríski leikarinn Chris Pratt. Vísir/Getty Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur. Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans. Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt er kominn til landsins. Hann birtir myndband af sér á Instagram þar sem hann er greinilega kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 23 milljónir, og gefur þeim vísbendingar um hvar hann sé staddur. Hann segir að það sé skítkalt en fallegt og að landið sé að miklu leyti búið til úr ís. Þá birtir hann mynd af upphækkuðum jeppa sem vekur greinilega athygli hans. Þeir sem þekkja til eru á því að þessar myndir sem Pratt birtir séu frá Jöklaseli við Skálafellsjökul.Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram.Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira