Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 13:59 Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu. Íslandspóstur Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. Það sé ekki einelti þegar fólk rífist. Um og yfir tuttugu manns starfa hjá Íslandspósti á Selfossi. Hildur Ýr Tryggvadóttir greindi frá því á Facebook í gær að henni hefði verið sagt upp störfum. Sagði hún uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hefði farið á fund með yfirmanni og starfsmannastjóra þar sem hún greindi frá einelti. „Á mánudaginn átti ég fund með yfirmanni og starfsmannastjóra íslandspósts og var að leggja framm kvörtun vegna eineltis sem ég hef orðið fyrir á vinnustaðnum að hálfu annarra starfsmanna. Í dag fékk ég þetta bréf! Aðdáunarvert að sjá hvernig svona stórt fyrirtæki tekur á eineltismálum,“ sagði Hildur Ýr.Í samtali við Mbl.is segir Hildur Ýr um langtímaeinelti að ræða, sérstaklega af hálfu næsta yfirmanns en einnig fleiri. Yfirmaðurinn hafi mismunað henni.Veikindavottorð og kvartanir á víxl „Við vísum algjörlega á bug að henni hafi verið sagt upp vegna eineltiskvörtunar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst. Málið sé mun flóknari en það virðist við fyrstu sýn. Ástandið á vinnustaðnum hafi verið rosalega erfitt undanfarin tvö ár. „Orðið einelti er orðið mjög gjaldfellt hugtak. Það er ekkert einelti ef fólk er að rífast.“ Eftir faglega skoðun sérfræðinga hafi ekki verið neinn fótur fyrir neinu einelti.Facebook-færsla Hildar Ýrar hefur vakið mikla athygli. „Það hafa myndast einhverjar fylkingar og svo er bara spurning hvor hópurinn er að kvarta undan honum og skilar inn veikindavottorðum þá vikuna,“ segir Birgir. Brugðist hafi verið við með því að senda inn sálfræðinga, utanaðkomandi sérfræðinga og mannauðsteymi til að koma hópnum í lag. En lítið hafi gengið.Flestir lifi í stríðsástandi „Auðvitað er hlutverk mitt og okkar að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það eru næstum því tuttugu aðrir starfsmenn sem lifa í stríðsástandi og vita aldrei hvaðan á þá stendur veðrið. Það er okkar ábyrgð að sjá til þess að fólk mæti í vinnuna og líði vel.“ Því hafi verið gripið til aðgerða og alls fjórum starfsmönnum sagt upp.Forstjóri Íslandspósts segir að deilur á Selfossi hafi komið verulega niður á þjónustunni sem Íslandspóstur vilji veita.Vísir/Vilhelm„Hún var ekki eini starfsmaðurinn sem sagt var upp. En við fengum strax frá henni þessa hótun um að fara í fjölmiðla. En þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við trúnaðarmenn og stéttarfélagið. Uppsögnin stenst 100 prósent skoðun.“ Ástandið hafi haft slæm áhrif á þá þjónustu sem Íslandspóstur vilji veita á Selfossi.Fólk verði að vilja vera með í liðinu Birgir segist vonast til þess að bjartari tímar séu framundan á Selfossi. Farið verði á fullt með starfsmannaþjálfun og leiðtogaþjálfun. Vísar hann til gríðarlega öflugrar starfsmannaþjónustu sem Íslandspóstur veiti. „En þetta byggir allt á því að fólk vilji vera með í liðinu,“ segir Birgir. Það séu ekkert allir sem vilji það. Forstöðumaður úr höfuðstöðvum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu hefur verið settur tímabundið í stól stöðvarstjóra á Selfossi til að stýra starfseminni og koma henni aftur í starfhæft ástand. Árborg Íslandspóstur Vinnumarkaður Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. Það sé ekki einelti þegar fólk rífist. Um og yfir tuttugu manns starfa hjá Íslandspósti á Selfossi. Hildur Ýr Tryggvadóttir greindi frá því á Facebook í gær að henni hefði verið sagt upp störfum. Sagði hún uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hefði farið á fund með yfirmanni og starfsmannastjóra þar sem hún greindi frá einelti. „Á mánudaginn átti ég fund með yfirmanni og starfsmannastjóra íslandspósts og var að leggja framm kvörtun vegna eineltis sem ég hef orðið fyrir á vinnustaðnum að hálfu annarra starfsmanna. Í dag fékk ég þetta bréf! Aðdáunarvert að sjá hvernig svona stórt fyrirtæki tekur á eineltismálum,“ sagði Hildur Ýr.Í samtali við Mbl.is segir Hildur Ýr um langtímaeinelti að ræða, sérstaklega af hálfu næsta yfirmanns en einnig fleiri. Yfirmaðurinn hafi mismunað henni.Veikindavottorð og kvartanir á víxl „Við vísum algjörlega á bug að henni hafi verið sagt upp vegna eineltiskvörtunar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst. Málið sé mun flóknari en það virðist við fyrstu sýn. Ástandið á vinnustaðnum hafi verið rosalega erfitt undanfarin tvö ár. „Orðið einelti er orðið mjög gjaldfellt hugtak. Það er ekkert einelti ef fólk er að rífast.“ Eftir faglega skoðun sérfræðinga hafi ekki verið neinn fótur fyrir neinu einelti.Facebook-færsla Hildar Ýrar hefur vakið mikla athygli. „Það hafa myndast einhverjar fylkingar og svo er bara spurning hvor hópurinn er að kvarta undan honum og skilar inn veikindavottorðum þá vikuna,“ segir Birgir. Brugðist hafi verið við með því að senda inn sálfræðinga, utanaðkomandi sérfræðinga og mannauðsteymi til að koma hópnum í lag. En lítið hafi gengið.Flestir lifi í stríðsástandi „Auðvitað er hlutverk mitt og okkar að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það eru næstum því tuttugu aðrir starfsmenn sem lifa í stríðsástandi og vita aldrei hvaðan á þá stendur veðrið. Það er okkar ábyrgð að sjá til þess að fólk mæti í vinnuna og líði vel.“ Því hafi verið gripið til aðgerða og alls fjórum starfsmönnum sagt upp.Forstjóri Íslandspósts segir að deilur á Selfossi hafi komið verulega niður á þjónustunni sem Íslandspóstur vilji veita.Vísir/Vilhelm„Hún var ekki eini starfsmaðurinn sem sagt var upp. En við fengum strax frá henni þessa hótun um að fara í fjölmiðla. En þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við trúnaðarmenn og stéttarfélagið. Uppsögnin stenst 100 prósent skoðun.“ Ástandið hafi haft slæm áhrif á þá þjónustu sem Íslandspóstur vilji veita á Selfossi.Fólk verði að vilja vera með í liðinu Birgir segist vonast til þess að bjartari tímar séu framundan á Selfossi. Farið verði á fullt með starfsmannaþjálfun og leiðtogaþjálfun. Vísar hann til gríðarlega öflugrar starfsmannaþjónustu sem Íslandspóstur veiti. „En þetta byggir allt á því að fólk vilji vera með í liðinu,“ segir Birgir. Það séu ekkert allir sem vilji það. Forstöðumaður úr höfuðstöðvum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu hefur verið settur tímabundið í stól stöðvarstjóra á Selfossi til að stýra starfseminni og koma henni aftur í starfhæft ástand.
Árborg Íslandspóstur Vinnumarkaður Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira