Banna Taylor Swift að syngja eigin lög á verðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2019 08:16 Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. Getty Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp. Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Sjá meira
Bandaríska söngkonan Taylor Swift segir að atriði hennar á tónlistarhátíðinni American Music Awards (AMA) sé í óvissu þar sem henni hefur verið meinað að flytja sín eigin lög. Swift greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tónlistarframleiðendurnir Scooter Braun og Scott Borchetta, sem eiga nú réttinn að lögum söngkonunnar á fyrri plötum hennar, hafi bannað henni að flytja lögin. Þá segir hún að heimildarmynd Netlix um líf hennar sé einnig í fullkominnni óvissu vegna málsins. Þeir Braun og Borchetta hafa enn ekki brugðist við yfirlýsingu Swift. Færsla Swift ber titilinn „Veit ekki hvað ég get annað gert“.Don’t know what else to do pic.twitter.com/1uBrXwviTS — Taylor Swift (@taylorswift13) November 14, 2019Deiluna má rekja til kaupa Scooter Braun og Scott Borchetta á útgáfufyrirtækinu Big Machine Label Group á síðasta ári. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2005 af Scott Borchetta og var Taylor Swift einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem gerði samning við fyrirtækið. Swift lýsti á sínum tíma yfir mikilli óánægju með kaupin og sagðist ekki hafa verið gert kunnugt um söluferlið. Samningur Swift við fyrirtækið rann út í nóvember á síðasta ári og samdi hún þá við Republic Records um næstu plötur hennar. Fyrstu plötur hennar eru þó enn eign Big Machine og fylgjr rétturinn á hennar tónlist með í kaupum Braun á fyrirtækinu.Sjá einnig: Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun?Braun er margreyndur í faginu og var meðal annars maðurinn sem uppgötvaði sjálfan Justin Bieber. Þá er hann einnig umboðsmaður Ariönu Grande og Demi Lovato og sá áður um öll mál fyrir Kanye West og Usher.Scooter Braun.GettySwift greindi frá því í lok sumars að hún hugðist taka upp fyrstu plötur sínar að nýju til að eignast þá réttinn sjálf að nýju útgáfunum. Swift mun á AMA taka við viðurkenningu sem „tónlistarmaður áratugarins“ og hugðist hún af því tilefni syngja brot úr fjölda fyrri laga sinna. Halda þeir Braun og Borchetta því fram að ef hún myndi flytja lögin myndi það fela í sér samningsbrot þar sem hún væri þá að taka upp lögin aftur, áður en henni er það heimilt á næsta ári. „Skilaboðin sem mér eru send eru mjög skýr. Í raun, vertu þæg, lítil stúlka og haltu kjafti. Eða þér verður refsað,“ segir Swift. Á samfélagsmiðlum hafa kassamerkin #IStandWithTaylor og #FreeTaylor notið talsverðra vinsælda eftir að málið kom upp.
Bandaríkin Höfundaréttur Tónlist Tengdar fréttir Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Sjá meira
Af hverju er Taylor Swift ósátt við Scooter Braun? Umboðsmaðurinn Scooter Braun keypti í gær útgáfufyrirtækið Big Machine Label Group. 1. júlí 2019 15:00