Norðmenn unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti á EM 2020 í kvöld. Finnar tryggðu sæti sitt.
Möguleiki Norðmanna á að fara upp úr riðlinum er lítill, en þó enn ekki úr sögunni þar sem þeir fóru létt með að sigra Færeyinga á heimavelli.
Það tók Tore Reginiussen aðeins fjórar mínútur að koma Norðmönnum yfir og Iver Fossum var búinn að koma þeim í 2-0 á 8. mínútu.
Í seinni hálfelik skoraði Alexander Sorloth tvö mörk á þriggja mínútna kafla og gerði endanlega út um leikinn, lokatölur 4-0.
Norðmenn eru með 14 stig í riðlinum í fjórða sæti, líkt og Rúmenar og stigi á eftir Svíum. Rúmenar og Svíar mætast seinna í kvöld. Þar þurfa Norðmenn á jafntefli að halda.
Norðmenn héldu EM draumnum á lífi

Tengdar fréttir

Bein útsending: Armenía - Grikkland
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum leikjum í undankeppni EM 2020.