Missti flugréttindi vegna sykursýki og segir reglurnar úreltar Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 16. nóvember 2019 20:11 Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira