Níu beinar útsendingar verða á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá fótbolta, handbolta, golfi, Formúlu 1 og NFL.
Þrír leikir í undankeppni EM 2020 verða sýndir beint og þá verður leikur Moldóvu og Íslands sýndur klukkan 23:00.
Serbía verður að vinna Úkraínu til að eiga möguleika á að komast upp úr B-riðli og treysta á að Lúxemborg geri Portúgal grikk á sama tíma.
England sækir Kósóvó heim í lokaleik sínum í A-riðli. Englendingar tryggðu sér sæti á EM með 7-0 sigri á Svartfellingum á fimmtudaginn. England vann fyrri leikinn gegn Kósóvó, 5-3.
Þá tekur Albanía á móti heimsmeisturum Frakklands í H-riðli sem Ísland er í. Frakkar eru komnir á EM og eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Albanir geta endað í 3. sæti ef þeir vinna Frakka og Íslendingar tapa fyrir Moldóvum.
Íslandsmeistarar Selfoss taka á móti Fram í Olís-deild karla. Selfyssingar eru í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig en Framarar í því níunda með sjö stig.
Brasilíukappaksturinn, næstsíðasta keppni ársins í Formúlu 1, fer fram í dag. Max Verstappen á Red Bull verður á ráslínu.
Sýnt verður frá tveimur golfmótum í dag; Nedbank Golf Challenge á Evrópumótaröðinni og Mayakoba Golf Classic á PGA-mótaröðinni.
Þá verða tveir flottir leikir í NFL-deildinni sýndir. Houston Texans tekur á móti Baltimore Ravens og Tom Brady og félagar í New England Patriots sækja Philadelphia Eagles heim.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
07:00 Nedbank Golf Challenge, Golf
13:50 Serbía - Úkraína, Sport
16:50 Kósóvó - England, Sport
16:50 Formúla 1 Brasilía, Sport 2
17:55 Baltimore Ravens - Houston Texans, Sport 4
19:00 Mayakoba Golf Classic, Golf
19:20 Selfoss - Fram, Sport 3
19:35 Albanía - Frakkland, Sport
21:20 Philadelphia Eagles - New England Patriots, Sport 2
21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport
23:00 Moldóva - Ísland, Sport
Í beinni í dag: Undankeppni EM og tveir leikir í NFL
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn



Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti

