Samþykkir að taka fyrir nauðgunarmál Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 13:55 Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Vísir/Hanna Andrésdóttir Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira