Karítas var ranglega greind með mígreni sem reyndist vera ólæknandi heilaæxli Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2019 10:30 Karítas hugsar um að ná fullri heilsu og hefur jákvæðnina að vopni út í framtíðina . Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata. Hún var reið þegar í ljós kom að hún hefði verið ranglega greind en ákvað síðan að tækla þetta með jákvæðnina að leiðarljósi. Vala Matt hitti Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði að fá sjóntruflanir og höfuðverkjaköst þegar ég var í fæðingarorlofi með dóttir mína. Þá var ég þrítug og leitaði læknishjálpar og var í framhaldinu greint með mígreni,“ segir Karítas en höfuðverkirnir fóru síðan í framhaldinu að ágerast. „Síðan byrja ég í meistaranámi 2014 og höfuðverkirnir jukust og þá sérstakleg undir mikilli pressu. Þá var ég að fá rosalega mikið af verkjalyfjum sem voru ekkert að virka vel á mig. Ég átti samt ekki að taka mikið magn. Síðan gerist það að ég fæ rosalega slæmt kast og vill maðurinn minn láta skoða mig. Ég var ekkert rosalega mikið til í það en hann hafði mikla áhyggjur og pabbi minn og mamma líka svo ég ákvað að fara.“Karítas lítur björtum augum á framtíðina.Hún segir að læknirinn hafi reynt að sannfæra hana um að þetta væri mjög slæmt kast en maðurinn hennar hafi sagt við hana að yfirgefa ekki stofuna fyrr en hún fengi myndatöku. „Sem betur fer fer ég í myndatöku og læknirinn þurfti síðan að tilkynna mér með tárin í augunum að það hefði eitthvað fundist. Það var ekki strax vitað hvað þetta væri og í framhaldinu tekur heilaskurðlæknir við mér og planar heilaskurð. Eftir aðgerðina getur hann gefið út greiningu og í ljós kemur að þetta er illkynja heilaæxli. Þetta var alveg á stærð við tómat.“ Karítas segir að æxlið hafi vera til staðar í allavega fimm ár. „Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“ Hún segist hafa hugsað mjög vel um sig síðan hún var 25 ára og þá sérstaklega í sambandi við hreyfingu.Karítas með dóttur sinni rétt eftir heilaskurð.„Þegar ég greinist fyrir um ári síðan var ég eiginlega í besta formi lífs míns. Sem betur fer því það hefur hjálpað mér. Fólk í sömu stöðu og ég og er að taka nákvæmlega sömu lyf líður miklu verr. Ég hef verið að gera eitthvað rétt.“ Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann. „Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“ Hún segir að þetta símtal hafi verið mikið sjokk. „Er ég að fara deyja? Hún var eiginlega að láta það í ljós. Þetta tekur alveg svona tvo tíma sem ég er alveg miður mín að skemmta mér úti á Tenerife. Af hverju gat hún ekki sagt þetta við mig í næstu viku? Svo náði ég að gleyma þessu og fór að hitta líknateymið. Það var reyndar bara ein kona og hún spurði mig hvernig þetta lagðist allt saman í mig. Ég svaraði, hvað ertu að meina? Leggst hvað í mig? Hún gat ekki sagt það og þá sagði ég, að ég sé að fara deyja? og var svona frekar reið. Ég man ekki alveg hvað hún sagði en þetta var mjög skrýtið viðtal.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata. Hún var reið þegar í ljós kom að hún hefði verið ranglega greind en ákvað síðan að tækla þetta með jákvæðnina að leiðarljósi. Vala Matt hitti Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði að fá sjóntruflanir og höfuðverkjaköst þegar ég var í fæðingarorlofi með dóttir mína. Þá var ég þrítug og leitaði læknishjálpar og var í framhaldinu greint með mígreni,“ segir Karítas en höfuðverkirnir fóru síðan í framhaldinu að ágerast. „Síðan byrja ég í meistaranámi 2014 og höfuðverkirnir jukust og þá sérstakleg undir mikilli pressu. Þá var ég að fá rosalega mikið af verkjalyfjum sem voru ekkert að virka vel á mig. Ég átti samt ekki að taka mikið magn. Síðan gerist það að ég fæ rosalega slæmt kast og vill maðurinn minn láta skoða mig. Ég var ekkert rosalega mikið til í það en hann hafði mikla áhyggjur og pabbi minn og mamma líka svo ég ákvað að fara.“Karítas lítur björtum augum á framtíðina.Hún segir að læknirinn hafi reynt að sannfæra hana um að þetta væri mjög slæmt kast en maðurinn hennar hafi sagt við hana að yfirgefa ekki stofuna fyrr en hún fengi myndatöku. „Sem betur fer fer ég í myndatöku og læknirinn þurfti síðan að tilkynna mér með tárin í augunum að það hefði eitthvað fundist. Það var ekki strax vitað hvað þetta væri og í framhaldinu tekur heilaskurðlæknir við mér og planar heilaskurð. Eftir aðgerðina getur hann gefið út greiningu og í ljós kemur að þetta er illkynja heilaæxli. Þetta var alveg á stærð við tómat.“ Karítas segir að æxlið hafi vera til staðar í allavega fimm ár. „Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“ Hún segist hafa hugsað mjög vel um sig síðan hún var 25 ára og þá sérstaklega í sambandi við hreyfingu.Karítas með dóttur sinni rétt eftir heilaskurð.„Þegar ég greinist fyrir um ári síðan var ég eiginlega í besta formi lífs míns. Sem betur fer því það hefur hjálpað mér. Fólk í sömu stöðu og ég og er að taka nákvæmlega sömu lyf líður miklu verr. Ég hef verið að gera eitthvað rétt.“ Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann. „Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“ Hún segir að þetta símtal hafi verið mikið sjokk. „Er ég að fara deyja? Hún var eiginlega að láta það í ljós. Þetta tekur alveg svona tvo tíma sem ég er alveg miður mín að skemmta mér úti á Tenerife. Af hverju gat hún ekki sagt þetta við mig í næstu viku? Svo náði ég að gleyma þessu og fór að hitta líknateymið. Það var reyndar bara ein kona og hún spurði mig hvernig þetta lagðist allt saman í mig. Ég svaraði, hvað ertu að meina? Leggst hvað í mig? Hún gat ekki sagt það og þá sagði ég, að ég sé að fara deyja? og var svona frekar reið. Ég man ekki alveg hvað hún sagði en þetta var mjög skrýtið viðtal.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira