Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Vísir/Vilhelm Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035. Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035.
Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira