Önnur plata Brött brekka (meðlimir sveitarinnar vilja taka það fram að nafn hennar beygist ekki) kom út hjá Why Not? plötum í dag. Ber hún titilinn Suicidial Brand Loyalty.
Fyrsta plata sveitarinnar Laura Secord kom einnig út á vegum Why Not? platna í dag. Einn meðlimur þeirrar sveitar, Alison MacNeil, tók einmitt upp nýju Brött brekka plötuna. Hún setti líka saman lagalista fyrir Vísi fyrir tveimur vikum síðan.
Brött brekka munu spila á fjórum tónleikum á meðan Iceland Airwaves hátíðinni stendur, og þá helst til þess að fagna útgáfu plötunnar nýju.
„Þú og allir aðrir fá verðlaun ef þið getið hlustað á þetta í gegn,“ sagði Sturla þegar hann var spurður út í lagavalið. Við mælum heilshugar með því að lesendur taki áskoruninni.