Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut rétt vestan við mislæg gatnamót við Krísuvíkurveg. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. Tíu voru fluttir á slysadeild, flestir með minniháttar meiðsli. Tveir eru sagðir með alvarlegri áverka. Við segjum nánar frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum í beinni útsendingu frá Njarðvík þar sem þurfti að rýma stórt svæði eftir að sprengiefni fannst í gámi á iðnaðarsvæði.

Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir meta hvort að Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs telur að þegar uppsagnir hafa tekið gildi verði það ekki mögulegt.

Formaður velferðarnefndar segir tvöfalt heilbrigðiskerfi vera við lýði í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands losnaði. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×