Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. Sjö ályktanir hafa verið sendar síðustu vikur vegna þess uppsagna stjórnenda og skipulagsbreytinga á Reykjalundi. Félag íslenskra endurhæfingarlækna gagnrýndi að stjórn SÍBS stýrði stofnuninni, Fagráð Reykjalundar lýsti yfir áhyggjum, Taugasvið biðlaði til heilbrigðisyfirvalda að grípa inn í stöðuna, Hjúkrunarráð sagði mikilvægt að höggva á hnútinn, læknaráðið óskaði eftir að stjórn og stjórnendur létu af störfum, sálfræðingar ályktuðu á sömu nótum og í dag kom sambærileg ályktun frjá sjúkraþjálfunardeild stofnunarinnar. Hér má sjá dagsetningar ályktananna og setningar orðrétt úr þeim: 16. október Félag íslenskra endurhæfingarlæknaÁhugamannafélög og sjúklingasamtök ekki fallin til að stýra heilbrigðisstofnun.21. október Fagráð ReykjalundarFagráð hefur miklar áhyggjur af teymisvinnu á Reykjalundi.Fagráð lýsir einnig yfir áhyggjum af því að félagasamtök geti haft óskorað vald yfir rekstri stofnunarinnar og ógnað faglegri starfsemi hennar.24.október Taugasvið ReykjalundarVið biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna á Reykjalundi.25. október Hjúkrunarráð ReykjalundarÞað er á ábyrgð forstjóra og framkvæmdarstjórnar að höggva á hnútinn áður en skaðinn verður meiri og ekki aftur snúið.28. október Ályktun læknaráðs Reykjalundar ...brýn nauðsyn sé á að stjórn Reykjalundar láti þegar af störfum ásamt þeim stjórnendum sem hún hefur skipað.29. október Sálfræðingar Reykjalundar...framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar.1. nóvember Sjúkraþjálfunardeild ReykjalundarÍ þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Reykjalundur er með þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands sem greiðir tvo milljarða á ári til hennar. SÍ óskaði eftir svörum frá stjórn SIBS um hvort Reykjalundur gæti uppfyllt samninginn og fékk svör í dag. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Það sem við gerum næst er að við förum mjög rækilega yfir þessi gögn og við erum í mjög góðu samstarfi við embætti Landlæknis um þessa stöðu. Það sem við í raun tökum ákvörðun um er hvort við treystum okkur til að viðhalda samningssambandi við þann sem veitir þjónustu á okkar vegum,“ segir María. Allir læknar nema þrír hafa sagt stöðum sínum lausum á stofnuninni. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs er meðal þeirra. Hún telur að Reykjalundur geti ekki sinnt sama hlutverki þegar þeir eru hættir sem verður þann 1. febrúar á næsta ári. „Ég sé ekki alveg hvernig þjónustan á að halda áfram að óbreyttu. Þá tel ég að það verði erfitt að ráða inn nýja endurhæfingarlækna því það liggja ekki á lausu læknar með þessa sérþekkingu. Guðrún segir að fleiri starfstéttir á Reykjarlundi séu að íhuga uppsagnir vegna ástandsins. Aðspurð um hvað þurfi svo fólk dragi uppsagnir sínar til baka segir Guðrún: „Mögulega hætta einhverjir við uppsögn ef núverandi framkvæmdastjórn víkur og skipuð verður starfsstjórn yfir Reykjalundi,“ segir Guðrún. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur stjórn SIBS samþykkt að skipa óháða starfsstjórn yfir Reykjalundi og verður hún valin af utanaðkomandi aðilum. Vonast er til að hún taki við störfum í næstu viku. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. Sjö ályktanir hafa verið sendar síðustu vikur vegna þess uppsagna stjórnenda og skipulagsbreytinga á Reykjalundi. Félag íslenskra endurhæfingarlækna gagnrýndi að stjórn SÍBS stýrði stofnuninni, Fagráð Reykjalundar lýsti yfir áhyggjum, Taugasvið biðlaði til heilbrigðisyfirvalda að grípa inn í stöðuna, Hjúkrunarráð sagði mikilvægt að höggva á hnútinn, læknaráðið óskaði eftir að stjórn og stjórnendur létu af störfum, sálfræðingar ályktuðu á sömu nótum og í dag kom sambærileg ályktun frjá sjúkraþjálfunardeild stofnunarinnar. Hér má sjá dagsetningar ályktananna og setningar orðrétt úr þeim: 16. október Félag íslenskra endurhæfingarlæknaÁhugamannafélög og sjúklingasamtök ekki fallin til að stýra heilbrigðisstofnun.21. október Fagráð ReykjalundarFagráð hefur miklar áhyggjur af teymisvinnu á Reykjalundi.Fagráð lýsir einnig yfir áhyggjum af því að félagasamtök geti haft óskorað vald yfir rekstri stofnunarinnar og ógnað faglegri starfsemi hennar.24.október Taugasvið ReykjalundarVið biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna á Reykjalundi.25. október Hjúkrunarráð ReykjalundarÞað er á ábyrgð forstjóra og framkvæmdarstjórnar að höggva á hnútinn áður en skaðinn verður meiri og ekki aftur snúið.28. október Ályktun læknaráðs Reykjalundar ...brýn nauðsyn sé á að stjórn Reykjalundar láti þegar af störfum ásamt þeim stjórnendum sem hún hefur skipað.29. október Sálfræðingar Reykjalundar...framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar.1. nóvember Sjúkraþjálfunardeild ReykjalundarÍ þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Reykjalundur er með þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands sem greiðir tvo milljarða á ári til hennar. SÍ óskaði eftir svörum frá stjórn SIBS um hvort Reykjalundur gæti uppfyllt samninginn og fékk svör í dag. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Það sem við gerum næst er að við förum mjög rækilega yfir þessi gögn og við erum í mjög góðu samstarfi við embætti Landlæknis um þessa stöðu. Það sem við í raun tökum ákvörðun um er hvort við treystum okkur til að viðhalda samningssambandi við þann sem veitir þjónustu á okkar vegum,“ segir María. Allir læknar nema þrír hafa sagt stöðum sínum lausum á stofnuninni. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs er meðal þeirra. Hún telur að Reykjalundur geti ekki sinnt sama hlutverki þegar þeir eru hættir sem verður þann 1. febrúar á næsta ári. „Ég sé ekki alveg hvernig þjónustan á að halda áfram að óbreyttu. Þá tel ég að það verði erfitt að ráða inn nýja endurhæfingarlækna því það liggja ekki á lausu læknar með þessa sérþekkingu. Guðrún segir að fleiri starfstéttir á Reykjarlundi séu að íhuga uppsagnir vegna ástandsins. Aðspurð um hvað þurfi svo fólk dragi uppsagnir sínar til baka segir Guðrún: „Mögulega hætta einhverjir við uppsögn ef núverandi framkvæmdastjórn víkur og skipuð verður starfsstjórn yfir Reykjalundi,“ segir Guðrún. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur stjórn SIBS samþykkt að skipa óháða starfsstjórn yfir Reykjalundi og verður hún valin af utanaðkomandi aðilum. Vonast er til að hún taki við störfum í næstu viku.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30
Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55