Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Íbúarnir geta nú sameinast um betri þjónustu og rödd þeirra verður sterkari. Þeir fagna sem vilja sjá landsbyggðina blómstra með sterkari sjálfbærari sveitarfélögum. Þau gegna lykilhlutverki með því að bjóða annan búsetuvalkost en Reykjavík eða jafnvel höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Það þarf líka að efla sveitarstjórnarstigið sem mikilvægan hluta íslensks lýðræðis og samfélagsþátttöku. Með öflugum sveitarfélögum getum við fært fleiri verkefni frá ríkinu þannig að þjónusta við fólk sé nálæg. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki sameiningunni á Austfjörðum lýtur að sameiningu stjórnsýslu en ekki byggða. Þrátt fyrir aukna samvinnu byggðanna þurfa séreinkennin ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Áfram halda Seyðisfjörður og Egilsstaðir sínum sérkennum og sjálfsmynd. „Heimastjórnum“ verður komið á sem munu auka áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Með þetta í huga er sérstakt að ekkert heyrist af hugmyndum um sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Byggð sem þarf nauðsynlega að efla samkennd og samstöðu íbúa til að gæta hagsmuna sinna betur. Í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til ársins 2024 er sagt að íbúar ættu að hætta „að beita gömlum meðulum í heimi sem breytist hratt“. Jafnframt verði að sporna við því „að gera sömu hlutina á tveimur stöðum“. Samt er sameining sveitarfélaganna ekki nefnd á nafn. Sameinaður Eyjafjörður auðveldar mönnum að standa saman að uppbyggingu atvinnu og þjónustu enda er svæðið eitt í þeim skilningi. Sameinað getur svæðið staðið vörð um eigin hagsmuni og síður verður gengið fram hjá því. Sameinað er Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sterkari búsetuvalkostur fyrir landsmenn. Ein Eyjafjarðarbyggð þýðir að hægt er að taka rökréttari ákvarðanir í skipulagsmálum sérstaklega þegar stærsta sveitarfélagið, Akureyri, skortir meira land. Aukin hagkvæmni í stjórnsýslu leiðir til sparnaðar sem má nýta til betri þjónustu og uppbyggingar innviða líkt og reyndin hefur verið í öðrum sameiningum. Og þótt það sé í raun aukaatriði, liðkar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til fyrir sameiningum sveitarfélaga. Það þýðir að á næstu sjö árum rynnu alls 1.649 milljónir króna til Eyjafjarðar til uppbyggingar, ásamt stuðningi við undirbúning sameiningar, kynningarmál og framkvæmd sameiningar. Að auki býður sjóðurinn sérstök framlög komi til skerðingar á jöfnunarframlögum í fjögur ár eftir sameiningu. Koma svo, Eyfirðingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Íbúarnir geta nú sameinast um betri þjónustu og rödd þeirra verður sterkari. Þeir fagna sem vilja sjá landsbyggðina blómstra með sterkari sjálfbærari sveitarfélögum. Þau gegna lykilhlutverki með því að bjóða annan búsetuvalkost en Reykjavík eða jafnvel höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Það þarf líka að efla sveitarstjórnarstigið sem mikilvægan hluta íslensks lýðræðis og samfélagsþátttöku. Með öflugum sveitarfélögum getum við fært fleiri verkefni frá ríkinu þannig að þjónusta við fólk sé nálæg. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki sameiningunni á Austfjörðum lýtur að sameiningu stjórnsýslu en ekki byggða. Þrátt fyrir aukna samvinnu byggðanna þurfa séreinkennin ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Áfram halda Seyðisfjörður og Egilsstaðir sínum sérkennum og sjálfsmynd. „Heimastjórnum“ verður komið á sem munu auka áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Með þetta í huga er sérstakt að ekkert heyrist af hugmyndum um sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Byggð sem þarf nauðsynlega að efla samkennd og samstöðu íbúa til að gæta hagsmuna sinna betur. Í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til ársins 2024 er sagt að íbúar ættu að hætta „að beita gömlum meðulum í heimi sem breytist hratt“. Jafnframt verði að sporna við því „að gera sömu hlutina á tveimur stöðum“. Samt er sameining sveitarfélaganna ekki nefnd á nafn. Sameinaður Eyjafjörður auðveldar mönnum að standa saman að uppbyggingu atvinnu og þjónustu enda er svæðið eitt í þeim skilningi. Sameinað getur svæðið staðið vörð um eigin hagsmuni og síður verður gengið fram hjá því. Sameinað er Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sterkari búsetuvalkostur fyrir landsmenn. Ein Eyjafjarðarbyggð þýðir að hægt er að taka rökréttari ákvarðanir í skipulagsmálum sérstaklega þegar stærsta sveitarfélagið, Akureyri, skortir meira land. Aukin hagkvæmni í stjórnsýslu leiðir til sparnaðar sem má nýta til betri þjónustu og uppbyggingar innviða líkt og reyndin hefur verið í öðrum sameiningum. Og þótt það sé í raun aukaatriði, liðkar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til fyrir sameiningum sveitarfélaga. Það þýðir að á næstu sjö árum rynnu alls 1.649 milljónir króna til Eyjafjarðar til uppbyggingar, ásamt stuðningi við undirbúning sameiningar, kynningarmál og framkvæmd sameiningar. Að auki býður sjóðurinn sérstök framlög komi til skerðingar á jöfnunarframlögum í fjögur ár eftir sameiningu. Koma svo, Eyfirðingar!
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun