Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:19 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. getty/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19