Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2019 19:00 Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30