Airbnb bannar „samkvæmishús“ eftir fjöldamorð í hrekkjavökuveislu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 23:15 Frá vettvangi í borginni Orinda í Kaliforníu. Vísir/EPA Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína. Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína.
Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent