Airbnb bannar „samkvæmishús“ eftir fjöldamorð í hrekkjavökuveislu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 23:15 Frá vettvangi í borginni Orinda í Kaliforníu. Vísir/EPA Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína. Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína.
Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30