Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00