Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög