Öryrkjar megi ekki verða vopn í baráttu sérfræðilækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 13:19 Margir sérfræðilæknar hafa gripið til þess ráðs að tukka sjúkling um aukagjald. EGILL AÐALSTEINSSON Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa. Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa.
Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45