Öryrkjar megi ekki verða vopn í baráttu sérfræðilækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 13:19 Margir sérfræðilæknar hafa gripið til þess ráðs að tukka sjúkling um aukagjald. EGILL AÐALSTEINSSON Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa. Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa.
Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45