Kjörin ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnu SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 20:52 Skipunin er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfisráðuneytisins. Getty - LUF Aðalbjörg Egilsdóttir var í kvöld kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga. Aðalbjörg starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands og er menntaður líffræðingur. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins. Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.Sjá einnig: Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla„Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningunni. Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Aðalbjörg Egilsdóttir var í kvöld kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga. Aðalbjörg starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands og er menntaður líffræðingur. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins. Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.Sjá einnig: Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla„Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningunni. Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38
Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54
Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02