Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 14:11 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Réttur barna á flótta „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15