Frá og með næsta skólaári munu ítölsk gunnskólabörn læra um sérstaklega um loftslagsbreytingar í skólanum. Ítalir verða með þessu fyrstir í heiminum til að taka upp slíka kennslu í námsskrá.
Ný ríkisstjórn landsins hefur nú verið við völd í um tvo mánuði og er þetta liður í „grænum skrefum“ hennar. Að minnsta kosti 33 kennslustundir á ári skulu varðar til kennslu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun í öllum ríkisreknum grunnskólum frá og með næsta hausti.
Menntamálaráðherrann Lorenzo Fioramonti segir að þættir er varða umhverfið eigi einnig að geta komið inn í stærðfræðikennslu, landafræði og eðlisfræði. „Ítalska menntakerfið verður það fyrsta í sögunni til gera umhverfismál og samfélagið í heild að miðpunkti alls,“ segir Fioramonti.
Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum. Þannig hafnaði tillaga hans um hærri skatta á plastvörur í fjárlögum næsta árs. Hann hefur sömuleiðis lagt til hærri skatta á flugmiða, auk þess að hvetja grunnskólanemendur til að taka þátt í svokölluðu loftslagsverkfalli.
Ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins tók við völdum í september síðastliðinn.
Ítalir fyrstir til að taka upp sérstaka loftlagskennslu í skólum
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent



Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent



„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent
