Maður sem réðst á konu fyrir framan verslun í miðbænum aðfaranótt þriðjudags er enn ekki fundinn.
Greint var frá málinu í dagbók lögreglu í gærmorgun. Þar kom fram að maðurinn væri konunni ókunnugur og hefði veitt henni áverka í árásinni. Konan hefði getað gefið greinargóða lýsingu á honum en hann hefði enn ekki fundist.
Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi komið aftan að konunni, slegið hana í höfuðið og hlaupið á brott.
Áverkar konunnar eru minniháttar, aðallega klórför eftir að maðurinn veittist að henni.
Árásarmaðurinn enn ekki fundinn

Tengdar fréttir

Réðst á konu og stakk af
Karlmaður réðst á konu fyrir utan verslun í miðbænum og veitti henni áverka á fjórða tímanum í nótt.