Orðaður við hlutverk Mörgæsarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 10:19 Írski leikarinn Colin Farrell. Vísir/Getty Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman. Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler. Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því. Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton. Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins. Hollywood Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman. Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler. Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því. Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton. Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins.
Hollywood Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein