Þjóðernissamtökin Norðurvígi dreifa áróðri í Háskóla Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 11:01 Samtökin hafa farið víða á svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir