Norðmenn leysa 64 ára gamalt mannshvarfsmál Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 13:17 Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Úr tilkynningu norsku lögreglunnar árið 1955. Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsleifar sem fundust í Mandal á suðurströnd Noregs í september séu af Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust árið 1955. Lögregla í Noregi greindi frá þessu í morgun. Harald Skjønsfjell hjá norsku rannsóknarlögreglunni segir að upplýsingum á tönnum hafi leitt til þess að staðfest hafi verið að um Torgersen hafi verið að ræða. Gömul gúmmístígvél með mannsbeinum fundust á einkajörð í Mandal í september síðastliðinn. Við hliðina fannst riffill og aðrir minni munir. Fljótlega eftir að munirnir fundust fór grunur að beinast að því hvort um Torgersen hafi verið að ræða. Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Hann var þá 21 árs gamall, en málið vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma. Í tilkynningu lögreglu frá í apríl 1955 segir að Torgersen hafi verið klæddur háum, brúnum gúmmístigvélum, bláum frakka og gráum hatti þegar hann hvarf.Norska rannsóknarlögreglan greindi frá því í október að riffillinn sem fannst í september hafi verið af sömu gerð og vitað var að Torgersen hafi verið með á sínum tíma. Anne Margrethe Ruud, lögreglustjóri í Mandal, segir íbúa fegna því að niðurstaða hafi komið í málið. Á sínum tíma hafi farið af stað slúðursögur um að hann hafi staðið fyrir þjófnaði og stungið af með þýfi. NRK segir frá því að eftir að tilkynnt var um hvarfið hafi mikið verið rætt um tímasetningu þess. Mikið hafi verið um sögusagnir og tengdust þær flestar því að Torgersen átti ásamt félaga sínum að mæta fyrir dómara daginn eftir vegna gruns um að tengjast innbroti í Mandal. Gekk ein kenningin út á að einhver hafi þrýst á Torgersen að skrifa undir plagg þar sem hann sagðist einn hafa borið ábyrgð á umræddu innbroti. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um ástæður þess að Torgersen hafi látið lífið. Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsleifar sem fundust í Mandal á suðurströnd Noregs í september séu af Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust árið 1955. Lögregla í Noregi greindi frá þessu í morgun. Harald Skjønsfjell hjá norsku rannsóknarlögreglunni segir að upplýsingum á tönnum hafi leitt til þess að staðfest hafi verið að um Torgersen hafi verið að ræða. Gömul gúmmístígvél með mannsbeinum fundust á einkajörð í Mandal í september síðastliðinn. Við hliðina fannst riffill og aðrir minni munir. Fljótlega eftir að munirnir fundust fór grunur að beinast að því hvort um Torgersen hafi verið að ræða. Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Hann var þá 21 árs gamall, en málið vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma. Í tilkynningu lögreglu frá í apríl 1955 segir að Torgersen hafi verið klæddur háum, brúnum gúmmístigvélum, bláum frakka og gráum hatti þegar hann hvarf.Norska rannsóknarlögreglan greindi frá því í október að riffillinn sem fannst í september hafi verið af sömu gerð og vitað var að Torgersen hafi verið með á sínum tíma. Anne Margrethe Ruud, lögreglustjóri í Mandal, segir íbúa fegna því að niðurstaða hafi komið í málið. Á sínum tíma hafi farið af stað slúðursögur um að hann hafi staðið fyrir þjófnaði og stungið af með þýfi. NRK segir frá því að eftir að tilkynnt var um hvarfið hafi mikið verið rætt um tímasetningu þess. Mikið hafi verið um sögusagnir og tengdust þær flestar því að Torgersen átti ásamt félaga sínum að mæta fyrir dómara daginn eftir vegna gruns um að tengjast innbroti í Mandal. Gekk ein kenningin út á að einhver hafi þrýst á Torgersen að skrifa undir plagg þar sem hann sagðist einn hafa borið ábyrgð á umræddu innbroti. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um ástæður þess að Torgersen hafi látið lífið.
Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira