Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“ Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“
Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07