Ítalskar myndir á ókeypis sýningum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Giorgio Amato og kona hans Giulia á frumsýningu Ráðherrans í Róm 2016. Mynd/GettyImage Þrjár ítalskar kvikmyndir verða á hvíta tjaldinu í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld og á morgun í boði Salento kvikmyndahátíðarinnar. Þetta eru gamanmyndin Ráðherrann eftir Giorgo Amato sem verður sýnd í kvöld klukkan 19.00. Hún er frá 2016 og fjallar um viðskiptamann sem reynir að ná samningum um verkefni fyrir hið opinbera með því að halda kvöldverðarboð fyrir ráðherra. Þar fer allt á versta veg. Á morgun, 9. nóvember, klukkan 18.00, verður Kyrrlát sæla, eftir Edorado Winspeare sýnd. Það er hugljúf mynd frá 2014 um þrjár kynslóðir kvenna sem þurfa að aðlagast fábrotnum lífsstíl eftir gjaldþrot fyrirtækis þeirra. Klukkan 20.30 er komið að myndinni Örkin í Disperata sem er einnig eftir Winspeare. Hún er frá 2017 og fjallar um bæjarstjóra sem sækir sér lífsfyllingu með því að kynna föngum ljóð og aðrar bókmenntir. Úr því skapast óvenjuleg vinátta. Myndirnar eru sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis á þær allar. Leikstjórarnir og aðalleikkona beggja mynda Winspeares, Celeste Casciaro, kynna myndirnar og svara spurningum eftir sýningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þrjár ítalskar kvikmyndir verða á hvíta tjaldinu í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld og á morgun í boði Salento kvikmyndahátíðarinnar. Þetta eru gamanmyndin Ráðherrann eftir Giorgo Amato sem verður sýnd í kvöld klukkan 19.00. Hún er frá 2016 og fjallar um viðskiptamann sem reynir að ná samningum um verkefni fyrir hið opinbera með því að halda kvöldverðarboð fyrir ráðherra. Þar fer allt á versta veg. Á morgun, 9. nóvember, klukkan 18.00, verður Kyrrlát sæla, eftir Edorado Winspeare sýnd. Það er hugljúf mynd frá 2014 um þrjár kynslóðir kvenna sem þurfa að aðlagast fábrotnum lífsstíl eftir gjaldþrot fyrirtækis þeirra. Klukkan 20.30 er komið að myndinni Örkin í Disperata sem er einnig eftir Winspeare. Hún er frá 2017 og fjallar um bæjarstjóra sem sækir sér lífsfyllingu með því að kynna föngum ljóð og aðrar bókmenntir. Úr því skapast óvenjuleg vinátta. Myndirnar eru sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis á þær allar. Leikstjórarnir og aðalleikkona beggja mynda Winspeares, Celeste Casciaro, kynna myndirnar og svara spurningum eftir sýningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira