Tölvuleikjanotkun barna í Kína verður takmörkuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Kínverjar hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna. nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira