Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 17:06 Sigmundur Davíð hélt ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins í Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent