Segir Miðflokkinn ekki stefna lengra til hægri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 18:47 Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira