Lauk meistaranámi 83 ára og hefur ekki enn fundið helga steininn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 17:51 Sólveig tekur við brautskráningarskírteini sínu úr hendi Stefáns Hrafns Jónssonar, forseta Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. MYND/Kristinn Ingvarsson Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu. Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu.
Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira