Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 13:10 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55