Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 13:22 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Vísir/getty Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár. Byggðamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár.
Byggðamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira