Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 14:41 Mælst er til þess að fólk hvíli bílinn. vísir/vilhelm Auknar líkur eru á svokölluðum „gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Veðurspár gera ráð fyrir þurru og hæglátu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en í slíkum aðstæðum geta aukist líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Sú mengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Síðastliðinn sunnudag og mánudag mældist styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár við stórar umferðaræðar. Haft er eftir Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, að verið séum að renna inn í tímabil þar sem loftmengun vegna bílaumferðar kunni að fara yfir heilsuverndarmörk. „Það er er erfitt að spá nákvæmlega hvernig köfnunarefnisdíoxíið muni safnast fyrir á höfuðborgarsvæðinu og því hvetjum við fólk til að vera meðvitað um loftgæði og fylgjast með viðvörunum,“ segir Svava. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum, að takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er bent á að börn ættu að forðast útivist í lengri tíma. Besta leiðin til þess að reyna að bregðast við loftmengun sé að fólk nýti sér vistvæna samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka Strætó á milli staða. Hægt er að fylgjast með loftmengun á síðunni loftgaedi.is. Reykjavík Strætó Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Auknar líkur eru á svokölluðum „gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Veðurspár gera ráð fyrir þurru og hæglátu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en í slíkum aðstæðum geta aukist líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Sú mengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Síðastliðinn sunnudag og mánudag mældist styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár við stórar umferðaræðar. Haft er eftir Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, að verið séum að renna inn í tímabil þar sem loftmengun vegna bílaumferðar kunni að fara yfir heilsuverndarmörk. „Það er er erfitt að spá nákvæmlega hvernig köfnunarefnisdíoxíið muni safnast fyrir á höfuðborgarsvæðinu og því hvetjum við fólk til að vera meðvitað um loftgæði og fylgjast með viðvörunum,“ segir Svava. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum, að takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er bent á að börn ættu að forðast útivist í lengri tíma. Besta leiðin til þess að reyna að bregðast við loftmengun sé að fólk nýti sér vistvæna samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka Strætó á milli staða. Hægt er að fylgjast með loftmengun á síðunni loftgaedi.is.
Reykjavík Strætó Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira