Kanna viðhorf Íslendinga til misskiptingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 19:30 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segir afar mikilvægt að kanna reglulega lífsviðhorf landans, Það nýtist m.a. stjórnvöldum við stefnumótun. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir.
Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent