Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 10:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Vísir/vilhelm Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð. Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð.
Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00
Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08
Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16