Buðu Zlatan óvænt sex mánaða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 19:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með Los Angeles Galaxy. Getty/Shaun Clark Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira