Skólahald í Korpu mun leggjast af Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 16:10 Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira