

Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar
Á þessu ári verða tekjur ríkissjóðs um 120 milljörðum króna hærri en þær hefðu verið ef skattprósentur væru þær sömu og á árunum fyrir hrun. Þrátt fyrir mikla gagnrýni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarf lokks á skattahækkanir vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013 standa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum að því að festa sömu skattahækkanir í sessi. Í stað þess að nýta stórauknar tekjur ríkissjóðs á undanförnum árum til skattalækkana hefur taumlaus útgjaldaþensla leitt til þess að ekkert svigrúm er til slíkra lækkana nú þegar tekið er að hægja á í efnahagslífinu að nýju.
Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum. Útgjaldaaukningin er á öllum sviðum ríkisrekstrar og hvað mest í að þenja út ríkisbáknið. Ríkisstjórnin virðist stefna að Íslandsmeti í útgjöldum án atrennu. Svo mjög liggur á að skýr markmið um árangur liggja sjaldnast fyrir heldur virðist útgjaldaaukningin vera orðin markmið í sjálfu sér. Skattheimta hins opinbera er hvergi meiri en hér á landi, sé horft til aðildarríkja OECD. Nemur hún nú um 34% af landsframleiðslu og aðeins Svíar ná svipuðum hæðum og við.
Miklar skattahækkanir eftirhrunsáranna voru rökstuddar með því að ekki væri önnur leið fær til að ná jafnvægi í rekstri ríkisins þar sem skatttekjur drógust mikið saman vegna hrunsins. Þær lögðust af miklum þunga á atvinnulíf og heimili sem glímdu ekki síður við grafalvarlega stöðu á þessum tíma. Þessar skattahækkanir töfðu án efa viðsnúning í efnahagslífinu. Tekjuskattur á fyrirtæki og einstaklinga, fjármagnstekjuskattur og tryggingagjald eru hærri en fyrir hrun og sérstakir skattar eru enn lagðir á banka hér á landi sem leiða til hærra vaxtastigs en ella.
Ofan á það eru ótvíræð merki um kólnun í hagkerfinu. Það væri góð innspýting í efnahagslífið ef ríkisstjórnin gæti hafist handa við að lækka skatta svo um munaði. En því miður er ekkert svigrúm til þess.
Þótt lækkanir hafi verið boðaðar munu þær aðeins að óverulegu leyti taka gildi á næsta ári og á sama tíma er verið að hækka aðra skatta eða leggja á nýja. Tímabundnar skattahækkanir vinstristjórnarinnar ætla svo sannarlega að reynast lífseigar undir stjórn Sjálfstæðismanna í fjármálaráðuneytinu.
Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar