Að saga íslenskan reynivið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. október 2019 07:00 Í liðinni viku hlutu níu katalónskir stjórnmálamenn þunga dóma fyrir að standa að hroðvirknislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skýtur því skökku við að gamall forseti Katalóníuhéraðs, fjárglæpamaðurinn Jordi Pujol, gangi enn þá laus. Jordi var nokkuð vinsæll uns tengdadóttirin lenti upp á kant við son hans og fór í framhaldi af því til lögreglunnar og sagði frá því að Pujol-fjölskyldan hefði stundað það í einn og hálfan áratug að flytja ferðatöskur fullar af peningum til Andorra. Þá varð ljóst að fjölskyldan er eitt fjárglæpagengi sem hefur fengið mest af sínum auði með mútum og alls konar þóknunum. Telja yfirvöld að fjölskyldan hafi falið yfir 400 milljarða króna í skattaparadísum. Jordi hefur gefið þá skýringu að auðurinn sé arfur frá afa hans. Tekið skal fram að hann er ekki barnabarn Jóakims andar. Einn sonur Jordis hefur mátt gista nokkra daga í fangelsi. Sá gamli er hins vegar enn þá frjáls, nokkuð sem ég skildi ekki uns Jordi lét hafa eftir sér að yfirvöld ættu að hætta að vesenast í sér, því ef menn ætla að saga stóra grein endar það með því að tréð sjálft fellur. Gaf hann síðan í skyn að hann gæti tekið upp úr pokanum óhreint mjöl eftir gamla kónginn og aragrúa af gömlum ráðherrum. Hann hótaði því að verða þessi fræga þúfa sem velt gæti brothættum Spáni. Yfirvöld fylltust fiðringi og draga nú lappirnar. Nú er Ísland á gráum lista vegna linkindar við þá sem liggja á svipuðu lúalagi. Skyldi það vera af sama fiðringi enda varla hættulaust að saga greinar af íslenska reyniviðnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hlutu níu katalónskir stjórnmálamenn þunga dóma fyrir að standa að hroðvirknislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skýtur því skökku við að gamall forseti Katalóníuhéraðs, fjárglæpamaðurinn Jordi Pujol, gangi enn þá laus. Jordi var nokkuð vinsæll uns tengdadóttirin lenti upp á kant við son hans og fór í framhaldi af því til lögreglunnar og sagði frá því að Pujol-fjölskyldan hefði stundað það í einn og hálfan áratug að flytja ferðatöskur fullar af peningum til Andorra. Þá varð ljóst að fjölskyldan er eitt fjárglæpagengi sem hefur fengið mest af sínum auði með mútum og alls konar þóknunum. Telja yfirvöld að fjölskyldan hafi falið yfir 400 milljarða króna í skattaparadísum. Jordi hefur gefið þá skýringu að auðurinn sé arfur frá afa hans. Tekið skal fram að hann er ekki barnabarn Jóakims andar. Einn sonur Jordis hefur mátt gista nokkra daga í fangelsi. Sá gamli er hins vegar enn þá frjáls, nokkuð sem ég skildi ekki uns Jordi lét hafa eftir sér að yfirvöld ættu að hætta að vesenast í sér, því ef menn ætla að saga stóra grein endar það með því að tréð sjálft fellur. Gaf hann síðan í skyn að hann gæti tekið upp úr pokanum óhreint mjöl eftir gamla kónginn og aragrúa af gömlum ráðherrum. Hann hótaði því að verða þessi fræga þúfa sem velt gæti brothættum Spáni. Yfirvöld fylltust fiðringi og draga nú lappirnar. Nú er Ísland á gráum lista vegna linkindar við þá sem liggja á svipuðu lúalagi. Skyldi það vera af sama fiðringi enda varla hættulaust að saga greinar af íslenska reyniviðnum?
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun