Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:00 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing. Dómsmál Fíkn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira